Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:09 Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfn samþykki Alþingi tillögur fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér. Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér.
Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum