Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 22:55 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fer með flugmál, skipulagsmál og sveitarstjórnarmál í ríkisstjórn landsins. Sigurjón Ólason Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. Innviðaráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, var býsna afdráttarlaus í viðtali í byrjun maímánaðar þegar hann hafnaði því að borgin fengi Skerjafjarðarlandið undir íbúðabyggð: „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 þann 4. maí síðastliðinn. Sigurður Ingi var að koma úr flugi frá Egilsstöðum þann 4. maí þegar hann sló á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum.Ívar Fannar Arnarsson En núna er Framsóknarflokkurinn kominn í meirihluta með svohljóðandi ákvæði í meirihlutasáttmála: „Við ætlum að virða alla samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins um innanlandsflug, Reykjavíkurflugvöll og flutning flugvallarins í Hvassahraun á grundvelli veðurfarsrannsókna. Við viljum byggja nýtt hverfi í Skerjafirði, taka tillit til Reykjavíkurflugvallar á byggingartíma þess og taka tillit til faglegs áhættumats og mótvægisaðgerða vegna vindafars sem útfærðar verða í samvinnu við Isavia.“ Sigurður Ingi segir ákvæðið árétta að samkomulag ríkis og borgar um rekstraröryggi vallarins verði virt og tryggja að bygging íbúðahverfis í Skerjafirði sé háð mati Isavia. „Verði hægt að byggja í Skerjafirðinum þá megi það hvorki raska flugöryggi né rekstri flugvallarins, að mati þeirra sérfræðinga sem um það véla, það er að segja Isavia og Samgöngustofu eftir atvikum,“ segir ráðherra flugmála. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð.Teikning/Reykjavíkurborg Í nýja meirihlutasáttmálanum er Skerjafjörður samt sem áður talinn upp sem eitt af þeim hverfum sem eigi að byggja upp. -Þú lítur ekki svo á að menn eigi bara að láta þetta svæði í friði þangað til niðurstaða er fengin um Hvassahraun? „Skipulagsvaldið er nú hjá sveitarfélögunum. Ætli við eigum ekki að virða það, á meðan það er þar. Hins vegar er líka mikilvægt að menn virði þau samkomulög sem þar eru gerð. Og ég get ekki betur séð en að sáttmáli hins nýja meirihluta árétti það.“ -Þannig að þú hefur ekki áhyggjur? „Nei,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Athugasemd: Í sjónvarpshluta fréttarinnar er vitnað í flugvallarákvæði meirihlutasáttmála fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. Flugvallarákvæði nýs meirihlutasáttmála birtist í skrifuðum texta fréttarinnar á Vísi hér að ofan. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Innviðaráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, var býsna afdráttarlaus í viðtali í byrjun maímánaðar þegar hann hafnaði því að borgin fengi Skerjafjarðarlandið undir íbúðabyggð: „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 þann 4. maí síðastliðinn. Sigurður Ingi var að koma úr flugi frá Egilsstöðum þann 4. maí þegar hann sló á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum.Ívar Fannar Arnarsson En núna er Framsóknarflokkurinn kominn í meirihluta með svohljóðandi ákvæði í meirihlutasáttmála: „Við ætlum að virða alla samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins um innanlandsflug, Reykjavíkurflugvöll og flutning flugvallarins í Hvassahraun á grundvelli veðurfarsrannsókna. Við viljum byggja nýtt hverfi í Skerjafirði, taka tillit til Reykjavíkurflugvallar á byggingartíma þess og taka tillit til faglegs áhættumats og mótvægisaðgerða vegna vindafars sem útfærðar verða í samvinnu við Isavia.“ Sigurður Ingi segir ákvæðið árétta að samkomulag ríkis og borgar um rekstraröryggi vallarins verði virt og tryggja að bygging íbúðahverfis í Skerjafirði sé háð mati Isavia. „Verði hægt að byggja í Skerjafirðinum þá megi það hvorki raska flugöryggi né rekstri flugvallarins, að mati þeirra sérfræðinga sem um það véla, það er að segja Isavia og Samgöngustofu eftir atvikum,“ segir ráðherra flugmála. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð.Teikning/Reykjavíkurborg Í nýja meirihlutasáttmálanum er Skerjafjörður samt sem áður talinn upp sem eitt af þeim hverfum sem eigi að byggja upp. -Þú lítur ekki svo á að menn eigi bara að láta þetta svæði í friði þangað til niðurstaða er fengin um Hvassahraun? „Skipulagsvaldið er nú hjá sveitarfélögunum. Ætli við eigum ekki að virða það, á meðan það er þar. Hins vegar er líka mikilvægt að menn virði þau samkomulög sem þar eru gerð. Og ég get ekki betur séð en að sáttmáli hins nýja meirihluta árétti það.“ -Þannig að þú hefur ekki áhyggjur? „Nei,“ svarar Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Athugasemd: Í sjónvarpshluta fréttarinnar er vitnað í flugvallarákvæði meirihlutasáttmála fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. Flugvallarákvæði nýs meirihlutasáttmála birtist í skrifuðum texta fréttarinnar á Vísi hér að ofan.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?