Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 20:22 Niceair tilkynnti fyrr í dag að öllu Bretlandsflugi flugfélagsins í júní hefði verið aflýst. Vísir/Tryggvi Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“ Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent