Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2022 00:00 Úkraínskir hermenn ræða saman á meðan bardagi við Rússa geisar við Severodonetsk í Luhansk héraðinu. Vísir/AP Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira