Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 18:54 Guðmundur Felixson er eigandi Nóru sem hefur nú verið týnd í sólarhring langt frá hennar heimahögum. samsett Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu. Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu.
Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira