Saksóknari með styttuhvarfið til skoðunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 22:53 Bæjarstjóri Snæfellsbæjar setti styttuna í skottið eftir að hún var leyst úr prísund sinni. Erfitt reyndist að losa styttuna úr geimflauginni. Aðsend/Kristinn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið af Snæfellsnesi og flutt til Reykjarvíkur í mars á þessu ári. Málinu er lokið af hálfu lögreglu en þar höfðu tveir stöðu grunaðs manns. Málið hefur nú verið komið til saksóknara sem mun taka ákvörðun um ákæru í málinu. RÚV greindi frá þessu í dag en þar er haft eftir Jónasi Hallgrímssyni, hjá lögreglunni á Vesturlandi, að skýrslur hafi verið teknar af tveimur sakborningum. Hann vildi ekki staðfesta hvort það væru listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir en þær höfðu komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. „Breytist vonandi í geimrusl“ Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Listakonurnar segja að um rasíska styttu sé að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl. Þær telja engan vafa um að rasískt verk sé að ræða og segja ádeiluna réttlæta stuldinn. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ sagði Bryndís í sama viðtali. Styttur og útilistaverk Menning Snæfellsbær Lögreglumál Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. 28. maí 2022 20:59 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
RÚV greindi frá þessu í dag en þar er haft eftir Jónasi Hallgrímssyni, hjá lögreglunni á Vesturlandi, að skýrslur hafi verið teknar af tveimur sakborningum. Hann vildi ekki staðfesta hvort það væru listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir en þær höfðu komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. „Breytist vonandi í geimrusl“ Bronsstyttuna gerði Ásmundur Sveinsson árið 1939 en hún ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Afsteypu hennar var síðan komið fyrir á Laugarbrekku á Snæfellsnesi árið 2000. Listakonurnar segja að um rasíska styttu sé að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. Þær nefndu gjörninginn Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl. Þær telja engan vafa um að rasískt verk sé að ræða og segja ádeiluna réttlæta stuldinn. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ sagði Bryndís í sama viðtali.
Styttur og útilistaverk Menning Snæfellsbær Lögreglumál Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. 28. maí 2022 20:59 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. 28. maí 2022 20:59
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45