Féll þrisvar en náði prófinu í fjórðu tilraun: „Mjög stressuð“ Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 10:09 Bóklega ökuprófið var til umfjöllunar í Íslandi í dag í gær, þar sem rætt var við Láru Jakobínu Gunnarsdóttur þar sem hún gekk út úr prófinu. Það var gleðidagur, enda hafði Lára reynt við prófið án árangurs í þrjú skipti, en loksins náð því í fjórðu tilraun. „Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim. Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
„Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim.
Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
„Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17
Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00
Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00