„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 14:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist opin fyrir því að loka Reynisfjöru tímabundið, þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. vísir/vilhelm „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“ Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“
Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira