Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 09:33 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í sendiráði Ekvador í London árið 2019. Þar hafði hann haldið til í sjö ár til að forðast handtöku og mögulegt framsal til Bandaríkjanna. AP/Alastair Grant Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Assange hafi tvær vikur til þess að áfrýja niðurstöðu ráðherrans, samkvæmt svari frá innanríkisráðuneytinu. Breskur dómari gaf í apríl grænt ljós á framsal Assange. Um var að ræða stórt, formlegt skref í langri deilu um framsal hans og það tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum Ekki framselja Assange (e. Don't Extradite Assange) að ákvörðun Patel sé mikil aðför að fjölmiðlafrelsi. „Hver sá landsmaður, sem annt er um tjáningarfrelsi, ætti að skammast sín innilega fyrir það að innanríkisráðherrann hafi staðfest framsal Julians Assange til Bandaríkjanna, landsins sem reyndi að ráða hann af dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var leikið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin var uppfærð klukkan 10:10. Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24 Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55 Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar segir að Assange hafi tvær vikur til þess að áfrýja niðurstöðu ráðherrans, samkvæmt svari frá innanríkisráðuneytinu. Breskur dómari gaf í apríl grænt ljós á framsal Assange. Um var að ræða stórt, formlegt skref í langri deilu um framsal hans og það tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum Ekki framselja Assange (e. Don't Extradite Assange) að ákvörðun Patel sé mikil aðför að fjölmiðlafrelsi. „Hver sá landsmaður, sem annt er um tjáningarfrelsi, ætti að skammast sín innilega fyrir það að innanríkisráðherrann hafi staðfest framsal Julians Assange til Bandaríkjanna, landsins sem reyndi að ráða hann af dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var leikið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin var uppfærð klukkan 10:10.
Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24 Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55 Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. 20. apríl 2022 11:24
Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. 15. mars 2022 11:55
Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. 22. desember 2021 19:20