Er SÁÁ á rangri leið? Rósa Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:00 SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun