Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Hún mun brátt víkja fyrir gamla Herjólfi sem mun taka við siglingaleiðinni. Vísir/Sigurjón Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða. Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða.
Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira