„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 12:01 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach en liðið vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Twitter@vfl_gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira