Tryggvi Snær troðið oftast allra í sögu Zaragoza Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 14:30 Tryggvi Snær treður boltanum gegn verðandi Spánarmeisturum Real Madríd á nýafstaðinni leiktíð. Juan Carlos García/Getty Images Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu spænska úrvalsdeildarliðsins Zaragoza. Greindi félagið frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tryggvi Snær leikur í stöðu miðherja og er engin smásmíð enda 2.16 metrar á hæð. Ásamt því að rífa reglulega niður fráköst þá er ljóst að Tryggvi Snær nýtir hæð sína oftar en ekki til að gnæfa yfir mótherjann og troða boltanum í körfuna þegar tækifæri gefst. Zaragoza staðfesti fyrr í dag að Tryggvi Snær væri nú sá leikmaður sem hefði troðið oftast allra í sögu félagsins. Alls hefur Tryggvi Snær troðið boltanum 122 sinnum í treyju félagsins. Hefur hann þar af leiðandi skorað 244 stig með troðslum ef stærðfræði blaðamanns svíkur ekki. Tryggvi Hlinason se convirtió esta temporada en el mejor matador de la historia de #CasademontZaragoza al alcanzar los 1 2 2 mates Fue en la jornada 30, en la victoria ante @CBBreogan por 82-85 Dar cera, pulir cera @EstherCasas_es pic.twitter.com/TsfwHVSzxV— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) June 22, 2022 Tryggvi Snær hefur verið á mála hjá Zaragoza síðan árið 2019. Liðið ætlaði sér stóra hluti á nýafstaðinni leiktíð þar sem Real Madríd stóð uppi sem sigurvegari en á endanum var Zaragoza í bullandi fallbaráttu. Á endanum rétt slapp liðið við fall og átti Tryggvi Snær stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu. Hann hefur verið búsettur frá Spáni frá 2017 og er samningsbundinn Zaragoza út næsta tímabil. Í viðtali við Vísi síðasta haust sagðist Tryggvi Snær ánægður á Spáni en draumurinn um að spila í NBA-deildinni í Bandaríkjunum lifði enn góðu lífi. Sem stendur verður að duga að troða boltanum á Spáni en hver veit nema Tryggvi Snær fái tækifæri til að gera slíkt hið sama í NBA-deildinni þegar fram líða stundir. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira