Biden samþykkir herta byssulöggjöf Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 18:05 Lagafrumvarpið sem Biden skrifaði undir í dag markar tímamót hvað löggjöf um vopnasölu varðar. AP/Pablo Martinez Monsivais Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt. Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin. Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin.
Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52