Segja íbúa verjast af hörku en saka Rússa um að varpa fosfórsprengjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 20:41 Björgunarstarf hélt áfram í dag í bænum Serhiivka við hafnarborgina Odesa eftir að Rússar vörpuðu sprengjum meðal annars á fjölbýlishús. AP/Maxim Penko Úkraínskir hermenn berjast af hörku við rússneskar hersveitir í norðurhluta Úkraínu en ekkert lát er á árásum Rússa í austurhlutanum. Úkraínski herinn hefur meðal annars sakað Rússa um að varpa fosfór sprengjum á Snákaeyju. Talsmaður hersins segir Rússa óttast mótspyrnu heimamanna. Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Árásir Rússa í Úkraínu héldu áfram í dag en úkraínski herinn greindi frá átökum í norðurhluta landsins, við Tsjernihív, Sumy og Kharkív, þar sem Rússar reyndu að halda aftur af úkraínska hernum. Þá héldu linnulausar árásir sömuleiðis áfram í austurhluta landsins, til að mynda í Donetsk og Lysychansk, þar sem mestu átökin eiga sér nú stað. Rússar hafa einnig aukið viðbúnað sinn við Svartahaf en borgarstjóri Mykolaiv, sem liggur við Svartahaf, greindi í dag frá fjölda sprenginga í borginni. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða árásir af hálfu Rússa en þeir viðurkenndu þó að hafa skotið á vopnageymslur í borginni. Í gær skutu Rússar sömuleiðis á níu hæða fjölbýlishús sem og sumarbúðir í bænum Serhiivka skammt frá hafnarborginni Odesa og hélt björgunarstarf þar áfram í dag en að minnsta kosti 21 lést í árásunum. Yfirvöld í Kreml þvertaka enn fyrir það að hersveitir Rússa skjóti á almenna borgara, þrátt fyrir ýmsar sannanir þess efnis. Seint í gærkvöldi birti úkraínski herinn síðan myndband sem þeir segja að sýni Rússa varpa fosfórsprengjum á Snákaeyju sem liggur í Svartahafi en Rússar hörfuðu þaðan í vikunni. Oleksandr Shtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði í dag að herflugvél á þeirra vegum fylgist vel með svæðinu við Svartahaf, sem og svæðinu í austurhluta landsins. „Rússneska hernámsliðið og skósveinar þess óttast mótspyrnu heimamanna sem fer vaxandi, einkanlega í héraðinu Kherson. Foringjar innrásarliðsins fara um með mikla öryggisgæslu í brynvörðum bílum og brynklæðum. Íbúar svæðanna halda áfram að verjast af hörku,“ sagði Shtupun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira