Dulbjó sig sem konu eftir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 19:56 Robert E. Crimo er sakaður um að hafa myrt sjö manns. Hann hefur ekki verið ákærður en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. EPA/AP Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Íbúar Highland Park voru að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna í gær þegar Crimo kom sér fyrir á þaki og skaut rúmlega sjötíu skotum að fólki á hátíðarsvæðinu. Sjö létu lífið og rúmlega þrjátíu særðust eða slösuðust í árásinni. Sá sjöundi lést á sjúkrahúsi í dag. JUST IN: Authorities describe prior contacts with Highland Park shooting suspect, including a 2019 incident in which a family member reported he said he was going to "kill everyone"; authorities removed knives, a dagger and a sword from his home, police said. pic.twitter.com/iMvoGnpKBj— ABC News (@ABC) July 5, 2022 Var með tvo riffla Crimo skildi riffillinn eftir á þakinu og var á flótta í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónar handtóku hann eftir stutta eftirför í gærkvöldi en annar riffill fannst í bílnum hans, samkvæmt frétt Washington Post. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi skipulagt árásina um nokkurra vikna skeið. Búið er að yfirheyra hann og fara yfir færslur hans á samfélagsmiðlum en tilefni árásarinnar liggi enn ekki fyrir. Ekki hafa fundist vísbendingar um að Crimo hafi viljað myrða fólk af tilteknum uppruna, trúarbrögðum eða slíku. Crimo hefur verið ákærður fyrir sjö morð og stendur til að ákæra hann fyrir fleiri glæpi. Photo of the Highland Park mass shooting suspect - disguised as woman, police say, to help him blend into the crowd as he escaped - courtesy WMAQ pic.twitter.com/qhXttdbmbc— Chris Jansing (@ChrisJansing) July 5, 2022 Tíðar árásir Mannskæðar skotárásir hafa plagað Bandaríkin um árabil en undanfarna mánuði hafa þær verið sérstaklega margar. Fólk hefur verið skotið til bana í massavís í skólum, kirkjum, verslunum og nú á skrúðgöngum. Ekki er búið að gefa út formlegar upplýsingar um fórnarlömbin í þessari nýjustu árás. Nicolas Toledo er þó meðal þeirra sem dóu en hann var að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína í Highland Park. Chicago Sun-Times segir Toledo hafa orðið fyrir minnst þremur skotum en barnabarn hans segir hann hafa bjargað lífi annarra í fjölskyldunni. Sonur Toledo varð einnig fyrir skoti og kærasti afabarns hans einnig. Miðillinn hefur einnig nefnt Jacki Sundheim sem eitt fórnarlamba Crimo. Þá hafa fregnir borist af því í kvöld að hjónin Kevin og Irina McCarthy hafi fallið í árásinni. Remember this little boy found wandering alone after #HighlandPark parade? We ve just found out why both his parents were killed A fundraiser has been started for Irina and Kevin McCarthy s 2-yo son Aiden as he grows up without themLink: https://t.co/qKc4mOVX2t @cbschicago pic.twitter.com/7fxYE3OoS4— Marissa Parra (@MarParNews) July 5, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56