Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2022 15:22 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu. Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu.
Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54
SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33