Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júlí 2022 14:49 Kristín Tómasdóttir hefur hvatt foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín á áhorfendapallana í Ráðhúsinu á næsta fund borgarstjórnar. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira