Losa sig við Covid-ketti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 21:00 Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni. Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar
Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00