Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2022 19:17 Vladimir Putin forseti Rússlands heldur uppteknum hætti þegar hann fundar með fólki og heldur því í góðri fjarlægð frá sér. Hann finnur enga sök hjá sjálfum sér fyrir blóðbaðinu í Úkraínu. AP/Alexei Nikolsky Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið. Putin Rússlandsforseti og aðrir talsmenn alræðisstjórnarinnar í Kreml hafa verið margsaga um ástæður innrásar þeirra í Úkraínu, allt frá því að þeir séu að koma í veg fyrir þjóðarmorð nasista á rússneskumælandi Úkraínumönnum til þess að Rússsar séu í stríði við Bandaríkjamenn sem beiti Úkraínu fyrir sig. Rússar þurfi því að semja við Bandaríkjamenn um frið í Úkraínu en ekki stjórnvöld í Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði þetta síðarnefnda á fundi G20 ríkjanna á Bali í dag. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sótti fund utanríkisráðherra G20 ríkjanna á Bali í dag. Hann gekk út þegar Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands töluðu.AP/(Stefani Reynolds „Við slitum ekki öllu sambandi, það gerðu Bandaríkin. Það er það eina sem ég get sagt. Við eltumst ekki við neinn til að koma á fundi. Vilji þeir ekki viðræður þá er það þeirra val,“ sagði Lavrov. Putin kenndi Vesturlöndum síðan um stríðið í Úkraínu á fundi með svo kölluðum leiðtogum á rússneska þinginu í gær, en hann hefur algert tangarhald á þinginu eins og öllum öðrum stofnunum og fjölmiðlum í Rússlandi þar sem aðeins skoðun hans er leyfð. Putin og Lavrov kenna Bandaríkjunum og NATO ríkjunum um þá gífurlegu eyðileggingu og dauða sem rússneskar hersveitir hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Þeir hanga enn í hugsanahætti kalda stríðsins og telja sig ekki þurfa að ræða við stjórnvöld í Úkraínu heldur þurfi að semja við Bandaríkjamenn um endalok stríðsins. Enda hafa þeir sagt að Úkraína hafi aldrei verið til sem sjálfstætt ríki.AP/Evgeniy Maloletka „Okkur er sagt að við hefðum byrjað stríðið í Donbas í Úkraínu. Nei, það voru sameinuð Vesturveldi sem hleptu þessum átökum af stað með því að skipuleggja og styðja ólöglega og vopnaða uppreisn í Úkraínu árið 2014. Síðan hvöttu þau og réttlættu þjóðarmorð gegn íbúum Donbas. Þessi sameinuðu Vesturveldi eru beinir sökudólgar og hvatamenn þeirrar atburðarásar sem nú á sér stað,“ sagði Putin. Vladimir Putin lék töffara fyrir framan svo kallaða leiðtoga rússneska þingsins og ögraði Vesturlöndum. Rússar væru rétt byrjaðir í hernaði sínum í Úkraínu.AP/Alexei Nikolsky Allt frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar reynt að mála sig upp sem fórnarlamb útþenslustefnu NATO, þegar þeir eru í raun að ásælast gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu sem helst er að finna í Donbas. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Rússa bera ábyrgð á hungursneyð milljóna manna um allan heim vegna þess að þeir kæmu í veg fyrir að Úkraínumenn gætu flutt út rúmlega tuttugu milljónir tonna af korni sem aðallega ætti að fara til fátækari ríkja.AP/Jean-Francois Badias Þeir hafa stolið þúsundum tonna af korni af Úkraínumönnum og komið í veg fyrir útflutning þeirra og kenna þeim síðan um hungursneyðina sem það er að valda í þriðja heiminum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ræddi málið við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í dag. „Rússar standa í vegi fyrir útflutningi korni frá Úkraínu og stuðla þannig að hungri milljóna jarðarbúa. Umsátrinu um hafnir í Svartahafi verður að linna,“ sagði von der Leyen í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Putin Rússlandsforseti og aðrir talsmenn alræðisstjórnarinnar í Kreml hafa verið margsaga um ástæður innrásar þeirra í Úkraínu, allt frá því að þeir séu að koma í veg fyrir þjóðarmorð nasista á rússneskumælandi Úkraínumönnum til þess að Rússsar séu í stríði við Bandaríkjamenn sem beiti Úkraínu fyrir sig. Rússar þurfi því að semja við Bandaríkjamenn um frið í Úkraínu en ekki stjórnvöld í Úkraínu. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði þetta síðarnefnda á fundi G20 ríkjanna á Bali í dag. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sótti fund utanríkisráðherra G20 ríkjanna á Bali í dag. Hann gekk út þegar Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands töluðu.AP/(Stefani Reynolds „Við slitum ekki öllu sambandi, það gerðu Bandaríkin. Það er það eina sem ég get sagt. Við eltumst ekki við neinn til að koma á fundi. Vilji þeir ekki viðræður þá er það þeirra val,“ sagði Lavrov. Putin kenndi Vesturlöndum síðan um stríðið í Úkraínu á fundi með svo kölluðum leiðtogum á rússneska þinginu í gær, en hann hefur algert tangarhald á þinginu eins og öllum öðrum stofnunum og fjölmiðlum í Rússlandi þar sem aðeins skoðun hans er leyfð. Putin og Lavrov kenna Bandaríkjunum og NATO ríkjunum um þá gífurlegu eyðileggingu og dauða sem rússneskar hersveitir hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Þeir hanga enn í hugsanahætti kalda stríðsins og telja sig ekki þurfa að ræða við stjórnvöld í Úkraínu heldur þurfi að semja við Bandaríkjamenn um endalok stríðsins. Enda hafa þeir sagt að Úkraína hafi aldrei verið til sem sjálfstætt ríki.AP/Evgeniy Maloletka „Okkur er sagt að við hefðum byrjað stríðið í Donbas í Úkraínu. Nei, það voru sameinuð Vesturveldi sem hleptu þessum átökum af stað með því að skipuleggja og styðja ólöglega og vopnaða uppreisn í Úkraínu árið 2014. Síðan hvöttu þau og réttlættu þjóðarmorð gegn íbúum Donbas. Þessi sameinuðu Vesturveldi eru beinir sökudólgar og hvatamenn þeirrar atburðarásar sem nú á sér stað,“ sagði Putin. Vladimir Putin lék töffara fyrir framan svo kallaða leiðtoga rússneska þingsins og ögraði Vesturlöndum. Rússar væru rétt byrjaðir í hernaði sínum í Úkraínu.AP/Alexei Nikolsky Allt frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar reynt að mála sig upp sem fórnarlamb útþenslustefnu NATO, þegar þeir eru í raun að ásælast gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu sem helst er að finna í Donbas. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Rússa bera ábyrgð á hungursneyð milljóna manna um allan heim vegna þess að þeir kæmu í veg fyrir að Úkraínumenn gætu flutt út rúmlega tuttugu milljónir tonna af korni sem aðallega ætti að fara til fátækari ríkja.AP/Jean-Francois Badias Þeir hafa stolið þúsundum tonna af korni af Úkraínumönnum og komið í veg fyrir útflutning þeirra og kenna þeim síðan um hungursneyðina sem það er að valda í þriðja heiminum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ræddi málið við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í dag. „Rússar standa í vegi fyrir útflutningi korni frá Úkraínu og stuðla þannig að hungri milljóna jarðarbúa. Umsátrinu um hafnir í Svartahafi verður að linna,“ sagði von der Leyen í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17 Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Rússar segjast einungis hafa notað lítinn hluta hernaðarmáttar síns Rússland hefur einungis notað lítinn hluta mögulegs hernaðarmáttar síns í innrás sinni í Úkraínu, að sögn yfirvalda í Kreml. 8. júlí 2022 17:17
Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina. 8. júlí 2022 08:21