Berglind Björg: Þetta er EM og það getur allt gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 12:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er kát með lífið á glæsilegu hóteli íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mikilvæg mörk þegar Íslands tryggði sig inn á EM og skoraði einnig í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið. Það bendir margt til þess að hún muni byrja fremst í fyrsta leik á móti Belgíu. „Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira