Rooney mættur aftur til Bandaríkjanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 13:00 Wayne Rooney stýrði Derby County síðasta vetur. Nú er hann á leiðinni til Bandaríkjanna á nýjan leik. Mick Walker/Getty Images Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari. Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30
Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01