Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 17:03 Vegna ástandsins sem hefur verið á Heathrow-flugvelli undanfarnar vikur hafa stjórnendur flugvallarins sett takmarkanir á fjölda farþega sem fljúga frá vellinum. AP/Frank Augstein Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46