Landsbyggðarskattar og leigubílafrumvarp Erna Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2022 08:00 Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Samgöngur Leigubílar Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun