Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2022 22:20 Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna: Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna:
Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels