Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 10:32 Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri ósáttir. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu. Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu.
Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira