Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 12:10 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“ Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“
Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48