„Þetta er allt að springa á sama tíma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:31 Jóhanna Neto hefur undanfarið dvalið í Portúgal, þar sem miklir gróðureldar geisa. Samsett Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum. Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum.
Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira