Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 23:06 Valur Gunnarsson hefur dvalið í Úkraínu um nokkurt skeið. Stöð 2/Arnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent