Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 09:02 Erlendir verkamenn í byggingariðnaði eiga einna helst í hættu að verða fórnarlömb mansals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276. Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276.
Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira