Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2022 21:47 Volodymyr Zelenskyy segir að búið sé að tengja raforkukerfi Úkraínu á methraða við raforkukerfi Evrópu. AP/Efrem Blavatsky Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00