Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 20:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að Seðlabankinn og stjórnvöld hætti að dekra við fjármagnseigendur og hugsi um fólkið í landinu. Vísir/Arnar Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar. Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar.
Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00
Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16