Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 07:01 Kári og Alexander Aron hafa tekið að sér knattspyrnuþjálfun yngri barna gegn hóflegu gjaldi. Vísir/Einar Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar
Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels