Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júlí 2022 13:01 Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur. Þorskígildisstuðull loðnu er 0,36. Það þýðir að 35.089 tonn af loðnu eru ígildi 12.632 tonna af þorski. Stjórnvöld ákváðu því að aflaverðmæti sem næmi tæpum 13.000 tonnum af þorski færu til strandveiða í ár. Þetta voru fyrirheit stjórnvalda sem strandveiðimenn höfðu lögmætar væntingar um að staðið yrði við. Stjórnvöld settu loðnukvótann á skiptimarkað aflaheimilda til að fá þorskveiðiheimildir í svokallaðan strandveiðipott. Þannig gat aflaverðmæti loðnu nýst til strandveiða. Með því að setja loðnukvóta á skiptimarkað framseldu stjórnvöld ekki ákvörðun sína um aflaverðmæti til strandveiða. Skiptimarkaðurinn tekur ekki stjórnvaldsákvörðun um veiðiheimildir til strandveiðimanna. Hvað þá skiptimarkaður sem er ofurseldur einokun kvótahafa sem vilja að strandveiðum verði hætt og líta ekki á þær sem atvinnu. Einokun kvótahafa og vilji þeirra kom skýrt í ljós sl. haust þegar stjórnvöld buðu loðnukvótann í skiptum fyrir þorskveiðiheimildir til strandveiða. Á skiptimarkaðnum voru boðin framangreind 35.089 tonn af loðnu en fyrir þau fengust einungis 1.079 tonn af þorski. Skiptahlutfallið var því rúmlega 0,03. Reiknað hafði verið með að minnsta kosti 6 til 7 þúsund tonn af þorski myndu fást, en Fiskistofa lokaði skiptimarkaðnum við 1000 tonn þrátt fyrir að þorskígildisstuðull loðnu væri 0,36. Skiptihlutfallið á loðnu fyrir þorsk varð því 12 sinnum LÆGRA en samkvæmt þorskígildastuðli. Svona gerist einungis í einokunarkerfi sem vill útrýma strandveiðum og vinnur gegn því litla atvinnufrelsi sem finnst í íslenskum sjávarútvegi. Það er þessi einokun kvótahafa sem hefur leitt til stöðvunar strandveiða á miðju strandveiðitímabilinu. Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva strandveiðar er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. Boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi sl. haust var: „Við viljum efla útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Augljóst er hver stjórnar hér. Vilji sérhagmunagæslu stórútgerðar og kvótaeigenda er skýr og kemur fram í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti): „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Ekki er litið á strandveiðar sem raunverulegar atvinnuveiðar og virðing fyrir þeim er engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannréttindabarátta. Strandveiðikerfið á rætur að rekja til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið væri brot á jafnræði til atvinnufrelsis. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Takmarkanir á veiðum eiga einungis að ná til veiða sem ógna fiskistofnum, og handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Baráttan fyrir strandveiðum er einnig barátta fyrir búseturétti íbúa sjávarbyggðanna og jöfnum búseturétti. Matvælaráðherra á að taka afstöðu með þessum rétti og auka aflaheimildir til strandveiða og standa þannig við upphaflega úthlutun aflaverðmæta til strandveiða. Úthlutunar sem varð einokun að bráð á skiptimarkaði aflaheimilda. Ráðherranum ber skylda til að leiðrétta afleiðingar einokunarinnar og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna og tryggja 48 veiðidaga. Matvælaráðherra getur einnig með reglugerð í ágúst ráðstafað almennum byggðakvóta til strandveiða. Í dag fer stór hluti byggðakvóta til stórútgerðar, ekki til strandveiða. Einnig má nefnda rækju- og skelbætur í þorskígildum sem úthlutað hefur verið árum saman. Matvælaráðherra getur valið að beygja sig undir einokun skiptimarkaðarins og þeirra sem vilja hætta strandveiðum eða standa með strandveiðum og sjávarbyggðunum. Valið er hans. Sé litið á málið innan kerfisins, getur ráðherra aukið veiðiheimildir til strandveiða til samræmis við þau aflaverðmæti sem stjórnvöld ráðstöfuðu upphaflega til strandveiða. Þau voru étin upp af kvótaþegaeinokun á skiptimarkaði aflaheimilda, einokunarskipta sem fengu ótrúlega litla fjölmiðlaumfjöllun. Þessi aukning aflaheimilda væri vel innan skekkjumarka fiskveiðiráðgjafar og hefði ekki áhrif á fiskistofna. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Strandveiðarnar í sumar sýna að nóg er af fiski í sjónum. Það þarf bara að gefa strandiveiðimönnum frelsi til að veiða hann. Þetta er spurning um að beygja sig eða standa í lappirnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar