Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2022 11:03 Persónurnar Ola, Lily, Miss Emily og Olivia snúa ekki aftur í fjórðu seríu Sex Education. Samsett/Netflix Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni. Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira