Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 20:30 Fólk er þegar farið að ganga upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Vísir/Eyþór Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun. Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01