Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 21:30 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. „Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?