Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 07:47 Ægifegurð gossins mun sennilega ekki sjást mikið í dag. Vísir/Vilhelm Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. „Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17