Ungi ökumaðurinn hafi fengið gott tiltal Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2022 11:53 Ökumaðurinn var aðeins þrettán ára gamall. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra. Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25