Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 19:01 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Egill Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53