Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30
Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30
Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30