Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2022 07:25 Emmett Till og Carolyn Bryant Donham. AP Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955. Fyrr í sumar fundust óútgefnar handtökuskipanir á hendur Donham, þáverandi eiginmanni hennar og mági. Eiginmaðurinn og mágurinn voru handteknir og sýknaðir af morðinu á Till en Donham sætti aldrei gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir játuðu síðar að hafa orðið Till að bana. Í óútefnum endurminningum Donham kemur fram að hún hafi ekki haft vitneskju um þau örlög sem biðu Till. Donham sagði að mennirnir hefðu komið með Till til sín um miðja nótt til að hún gæti borið kennsl á hann og hún hefði reynt að bjarga honum með því að segja að þetta væri ekki drengurinn sem hefði áreitt hana. Hélt Donham því fram að Till hefði sjálfur komið upp um sig. Við réttarhöldin yfir mönnunum sagði Donham að Till hefði gripið í sig og látið ósæmileg orð falla en hún er sögð hafa játað það seinna að það hefði ekki verið satt. Samkvæmt vitnum ku Till hafa flautað að henni, í mesta lagi. Illa farið lík Till fannst í Tallahatchie-ánni nokkrum dögum síðar og málið komst í heimsfréttirnar þegar móðir hans, Mamie Till Mobley, ákvað að hafa kistu hans opna til vitnisburðar um barsmíðarnar sem hann hafði sætt. Höfðu myndir af líkamsleifum Till gríðarleg áhrif á mannréttindabaráttu svartra þegar þær voru birtar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Erlend sakamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Fyrr í sumar fundust óútgefnar handtökuskipanir á hendur Donham, þáverandi eiginmanni hennar og mági. Eiginmaðurinn og mágurinn voru handteknir og sýknaðir af morðinu á Till en Donham sætti aldrei gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir játuðu síðar að hafa orðið Till að bana. Í óútefnum endurminningum Donham kemur fram að hún hafi ekki haft vitneskju um þau örlög sem biðu Till. Donham sagði að mennirnir hefðu komið með Till til sín um miðja nótt til að hún gæti borið kennsl á hann og hún hefði reynt að bjarga honum með því að segja að þetta væri ekki drengurinn sem hefði áreitt hana. Hélt Donham því fram að Till hefði sjálfur komið upp um sig. Við réttarhöldin yfir mönnunum sagði Donham að Till hefði gripið í sig og látið ósæmileg orð falla en hún er sögð hafa játað það seinna að það hefði ekki verið satt. Samkvæmt vitnum ku Till hafa flautað að henni, í mesta lagi. Illa farið lík Till fannst í Tallahatchie-ánni nokkrum dögum síðar og málið komst í heimsfréttirnar þegar móðir hans, Mamie Till Mobley, ákvað að hafa kistu hans opna til vitnisburðar um barsmíðarnar sem hann hafði sætt. Höfðu myndir af líkamsleifum Till gríðarleg áhrif á mannréttindabaráttu svartra þegar þær voru birtar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Erlend sakamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira