Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Helga Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun