Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 13:01 Kristín Tómasdóttir hvetur foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín í Ráðhúsið á morgun klukkan 8:45, korteri fyrir fund borgarráðs. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16