Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Vísir Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36
Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37