Sölvi Tryggvason snýr aftur með fjóra þætti Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 22:22 Sölvi Tryggvason hefur birt fjóra nýja þætti á hlaðvarpssíðu sína. Stöð 2 Fjórir nýir þættir af hlaðvarpinu Podcast með Sölva Tryggva eru komnir á áskriftarsíðu Sölva sem sett var í loftið nýlega. Sölvi hefur ekki birt nýjan þátt síðan tvær konur sökuðu hann um ofbeldi í maí á síðasta ári. Í kjölfar ásakananna var öllum þáttum hlaðvarpsins eytt af helstu hlaðvarpsveitum. Í desember á síðasta ári bárust síðan fregnir af því að Sölvi ætlaði að snúa aftur og væri búinn að taka upp nokkra þætti. Nú greinir Fréttablaðið frá því að fjórir nýir þættir séu komnir inn á sérstaka áskriftarsíðu Sölva sem sett var á laggirnar nýlega. Gestirnir fjórir sem Sölvi ræddi við í nýju þáttunum eru Ellý Ármannsdóttir, myndlistakona, Haraldur Erlendsson, lögfræðingur, Sara Oddsdóttir, markþjálfi og Númi Katrínarson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur Sölvi fengið fjölda fólks til sín í viðtöl sem munu birtast á næstu mánuðum, til dæmis fyrirsætuna Ásdísi Rán, Nökkva Fjalar, stofnanda Swipe Media, Evu Hauksdóttur, lögfræðing, og Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra. Áskrift að hlaðvarpi Sölva kostar 990 krónur á mánuði en með áskriftinni fær fólk aðgang að öllum gömlu þáttum Sölva, sem og að þremur til fjórum nýjum þáttum í hverjum mánuði. Á vefsíðu Sölva er ekki einungis hægt að kaupa áskrift að hlaðvarpinu heldur býður hann einnig upp á mánaðarnámskeið í almennri heilsuráðgjöf. Námskeiðið kostar fjörutíu þúsund krónur en á síðunni er einnig hægt að bóka fyrirlestur frá Sölva og fá fjölmiðlaráðgjöf. Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Í kjölfar ásakananna var öllum þáttum hlaðvarpsins eytt af helstu hlaðvarpsveitum. Í desember á síðasta ári bárust síðan fregnir af því að Sölvi ætlaði að snúa aftur og væri búinn að taka upp nokkra þætti. Nú greinir Fréttablaðið frá því að fjórir nýir þættir séu komnir inn á sérstaka áskriftarsíðu Sölva sem sett var á laggirnar nýlega. Gestirnir fjórir sem Sölvi ræddi við í nýju þáttunum eru Ellý Ármannsdóttir, myndlistakona, Haraldur Erlendsson, lögfræðingur, Sara Oddsdóttir, markþjálfi og Númi Katrínarson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur Sölvi fengið fjölda fólks til sín í viðtöl sem munu birtast á næstu mánuðum, til dæmis fyrirsætuna Ásdísi Rán, Nökkva Fjalar, stofnanda Swipe Media, Evu Hauksdóttur, lögfræðing, og Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra. Áskrift að hlaðvarpi Sölva kostar 990 krónur á mánuði en með áskriftinni fær fólk aðgang að öllum gömlu þáttum Sölva, sem og að þremur til fjórum nýjum þáttum í hverjum mánuði. Á vefsíðu Sölva er ekki einungis hægt að kaupa áskrift að hlaðvarpinu heldur býður hann einnig upp á mánaðarnámskeið í almennri heilsuráðgjöf. Námskeiðið kostar fjörutíu þúsund krónur en á síðunni er einnig hægt að bóka fyrirlestur frá Sölva og fá fjölmiðlaráðgjöf.
Mál Sölva Tryggvasonar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33 Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Bað um að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 30. desember 2021 21:33
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41