Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 10:52 Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er nú að moka út bókum til erlendra ferðamanna. Bækur um eldgos renna út sem heitar lummur og þá höfða bækur Hugleiks til ferðamannanna. vísir/vilhelm Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna. Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna.
Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira