Treyja Jordan til sölu á 700 milljónir Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 11:30 Michael Jordan í leik eitt gegn Utah Jazz árið 1998. Getty Images Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 er á leið á uppboð en markaðsvirði hennar gæti náð allt að 5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Jordan var í þessari treyju í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Utah Jazz, leik sem Bulls tapaði með þremur stigum, 88-85, þrátt fyrir 33 stig frá Jordan. Bulls átti síðar eftir að vinna einvígið og verða meistari en Michael Jordan var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar þetta tímabil. Þetta er aðeins í annað skipti sem almenningur fær tækifæri til að bjóða í keppnistreyju sem Jordan klæddist í úrslitum en þetta er fyrsta rauða treyjan sem fer á uppboð. Treyjan er talin vera ein sú verðmætasta sem til er úr safni Jordan. Treyjan er vel þekkt úr The Last Dance heimildaþáttaröðinni um Jordan á Netflix streymisveitunni, sérstaklega í 10. þætti. Það er Sotheby's sem mun sjá um uppboðið á treyjunni. „Úrslitaeinvígis keppnistreyjur frá Jordan eru sjaldgjæfar. Rauði liturinn er sá litur sem fólk hugsar um þegar þau hugsa um Michael Jordan og þetta er eina rauða treyjan úr úrslitaeinvígi sem kemur á uppboð,“ sagði Brahm Wachter, yfirmaður safngripa hjá Sotheby's, við New York Post. Í október 2021 seldust skór sem Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA á 1,47 milljónir Bandaríkjadala sem gerðu þá að dýrstu skóm í heimi. Treyja sem Diego Maradonna klæddist á HM 1986 þegar hann skoraði mark með "hendi guðs" seldist á 9,28 milljónir Bandaríkjadali á dögunum, hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir keppnistreyju. Áhugasamir geta lagt inn tilboð á uppboðinu í gegnum heimasíðu Sotheby's en uppboðið hefst þann 6. september. Ahead of the 25th anniversary of the '97-98 #NBA season, one of the most significant items from #MichaelJordan’s career and final year with the Chicago Bulls is headed to auction this fall: Jordan’s iconic 1998 NBA Finals Game 1 jerseyBidding opens 6 September pic.twitter.com/y30rQ6UDoa— Sotheby's (@Sothebys) August 10, 2022 NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Jordan var í þessari treyju í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Utah Jazz, leik sem Bulls tapaði með þremur stigum, 88-85, þrátt fyrir 33 stig frá Jordan. Bulls átti síðar eftir að vinna einvígið og verða meistari en Michael Jordan var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar þetta tímabil. Þetta er aðeins í annað skipti sem almenningur fær tækifæri til að bjóða í keppnistreyju sem Jordan klæddist í úrslitum en þetta er fyrsta rauða treyjan sem fer á uppboð. Treyjan er talin vera ein sú verðmætasta sem til er úr safni Jordan. Treyjan er vel þekkt úr The Last Dance heimildaþáttaröðinni um Jordan á Netflix streymisveitunni, sérstaklega í 10. þætti. Það er Sotheby's sem mun sjá um uppboðið á treyjunni. „Úrslitaeinvígis keppnistreyjur frá Jordan eru sjaldgjæfar. Rauði liturinn er sá litur sem fólk hugsar um þegar þau hugsa um Michael Jordan og þetta er eina rauða treyjan úr úrslitaeinvígi sem kemur á uppboð,“ sagði Brahm Wachter, yfirmaður safngripa hjá Sotheby's, við New York Post. Í október 2021 seldust skór sem Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA á 1,47 milljónir Bandaríkjadala sem gerðu þá að dýrstu skóm í heimi. Treyja sem Diego Maradonna klæddist á HM 1986 þegar hann skoraði mark með "hendi guðs" seldist á 9,28 milljónir Bandaríkjadali á dögunum, hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir keppnistreyju. Áhugasamir geta lagt inn tilboð á uppboðinu í gegnum heimasíðu Sotheby's en uppboðið hefst þann 6. september. Ahead of the 25th anniversary of the '97-98 #NBA season, one of the most significant items from #MichaelJordan’s career and final year with the Chicago Bulls is headed to auction this fall: Jordan’s iconic 1998 NBA Finals Game 1 jerseyBidding opens 6 September pic.twitter.com/y30rQ6UDoa— Sotheby's (@Sothebys) August 10, 2022
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira