Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2022 10:05 Tryggvi Sveinn er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Margrét Brynjólfsdóttir. Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. Afi Tryggva og pabbi hans voru meðhjálparar á Rauðasandi en þeir eru báðir látnir og er Tryggvi því þriðji ættliður og sá yngsti, sem tekur við keflinu, sem meðhjálpari í kirkjunni í fjölskyldunni. Tryggvi Sveinn er mikill íþróttamaður og æfir frjálsar og fótbolta. En hvernig finnst honum að vera yngsti meðhjálpari landsins? „Það er bara mjög gaman og skemmtileg upplifun. Ég er að hjálpa prestinum og að fara með bænir. Þetta er ekkert erfitt eða stressandi, bara mjög skemmtilegt,“ segir Tryggvi Sveinn. Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli þar sem Tryggvi Sveinn er meðhjálpari eins og pabbi hans og afi voru líka en þeir eru báðir látnir.Margrét Brynjólfsdóttir En er fólk ekkert hissa þegar það sér hann í kirkjunni að vinna þessi störf? „Sumt jú smá, en annars finnst fólki bara gaman að sjá mig.“ Tryggvi Sveinn segir að fólki þyki gaman að sjá hann í hlutverki meðhjálpara í messum.Margrét Brynjólfsdóttir. Tryggvi Sveinn segist þurfa að mæta sem meðhjálpari í allavega tvær messur í sumar en starfið hans er sjálfboðavinna en honum finnst það ekkert mál, enda sé þetta skemmtilegt og gefandi starf. Mamma hans, Margrét Brynjólfsdóttir er að sjálfsögðu að rifna úr monti af stráknum. „Hann gerir allt hundrað prósent og gaman hvernig hann fann hjá sjálfum sér að hann vildi taka við þessu embætti. Þetta er bara skemmtilegt og góð hefð í minningu pabba hans finnst mér. Að sjálfsögðu mæti ég í allar messur hjá strákunum,“ segir Margrét og hlær. Tryggvi Sveinn býr á Patreksfirði með mömmu sinni og systkinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vesturbyggð Þjóðkirkjan Krakkar Trúmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Afi Tryggva og pabbi hans voru meðhjálparar á Rauðasandi en þeir eru báðir látnir og er Tryggvi því þriðji ættliður og sá yngsti, sem tekur við keflinu, sem meðhjálpari í kirkjunni í fjölskyldunni. Tryggvi Sveinn er mikill íþróttamaður og æfir frjálsar og fótbolta. En hvernig finnst honum að vera yngsti meðhjálpari landsins? „Það er bara mjög gaman og skemmtileg upplifun. Ég er að hjálpa prestinum og að fara með bænir. Þetta er ekkert erfitt eða stressandi, bara mjög skemmtilegt,“ segir Tryggvi Sveinn. Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli þar sem Tryggvi Sveinn er meðhjálpari eins og pabbi hans og afi voru líka en þeir eru báðir látnir.Margrét Brynjólfsdóttir En er fólk ekkert hissa þegar það sér hann í kirkjunni að vinna þessi störf? „Sumt jú smá, en annars finnst fólki bara gaman að sjá mig.“ Tryggvi Sveinn segir að fólki þyki gaman að sjá hann í hlutverki meðhjálpara í messum.Margrét Brynjólfsdóttir. Tryggvi Sveinn segist þurfa að mæta sem meðhjálpari í allavega tvær messur í sumar en starfið hans er sjálfboðavinna en honum finnst það ekkert mál, enda sé þetta skemmtilegt og gefandi starf. Mamma hans, Margrét Brynjólfsdóttir er að sjálfsögðu að rifna úr monti af stráknum. „Hann gerir allt hundrað prósent og gaman hvernig hann fann hjá sjálfum sér að hann vildi taka við þessu embætti. Þetta er bara skemmtilegt og góð hefð í minningu pabba hans finnst mér. Að sjálfsögðu mæti ég í allar messur hjá strákunum,“ segir Margrét og hlær. Tryggvi Sveinn býr á Patreksfirði með mömmu sinni og systkinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vesturbyggð Þjóðkirkjan Krakkar Trúmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira