Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 22:30 Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. sigurjón ólason Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“ Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“
Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira